Um okkur
CardGames.io er leikjasíða sem er sérhæfir sig í sígildum spilaleikjum og hefðbundnum borðspilum. Markmið okkar er að búa til frábærar útgáfur af spilunum sem þú þekkir og elskar. Við erum með það helsta markmið að spilin okkar séu einföld og notendavæn, og vonum að þú njótir þess að spila þau eins mikið og við nutum þess að búa þau til. 🙂.
Algengar spurningar
Sp: Hvers vegna bætir þú ekki við tiltekinni valreglu/útgáfu/virkni? Það myndi gera leikina miklu betri.
S: Við fáum margar beiðnir frá notendum okkar sem vilja bara bæta við eða breyta einum smáum hlut eða einni valkvæðri reglu eða þvíumlíkt. vandamálið við það er að ef við innleiðum allar tillögur sem okkur berast myndum við ekki gera annað, og leikirnir fljótt yrðu ekki einfaldir í notkun lengur. Stærsta lofið sem við fáum er að viðmótið sé einfalt og skilvirkt, og auðvelt er að spila leikina án vandkvæða. Þetta er meðvituð stefna sem við mynduðum okkur: Engin innskráning, engin bið eftir því að leikurinn hlaðist, eins fáar stillingar og við komumst upp með. Við viljum halda í þau gildi, og það þýðir að hvert spil hefur aðeins eitt regluverk, þú getur ekki valið húsreglur eða breytt grunnvirkni, við reynum að bæta ekki við óþarfa tökkum eða valmyndum o.s.frv. Það er því engin þörf á að taka því persónulega ef þú kemur með tillögu og við höfnum henni, við við höfnum 99% af öllum tillögum.
Sp: Hvers vegna get ég ekki séð tölfræðina mína á öðrum tölvum?
A: Hér kemur einfaldleiki aftur við sögu. Við viljum ekki að fólk þurfi að skrá sig inn á síðuna. Við viljum ekki að geyma lykilorð í gagnagrunni og vera ábyrg fyrir þeim. Öll tölfræði um leikina sem þú spilar er geymd á vafranum þínum, við sjáum hana aldrei. Hver vafri, tölva, og sími sem þú spilar leikina okkar í heldur utan um sína eigin tölfræði.
Sp: Notar þessi síða kökur og/eða safnar persónuupplýsingum um notendur?
A: Já, þessi síða notar kökur. Leikirnir nota þær til að geyma upplýsingarnar sem þeir þurfa til að virka, eins og að muna stig og stöður leiks milli umferða. Við reynum að safna sem minnstum upplýsingum um notendur, en söfnum ákveðinni grunntölfræði, eins og hve margir nota tiltekna vafra, hvaða skjástærðir eru algengar, og í hvaða þjóðum notendur okkar búa. Þessar upplýsingar eru ekki persónumiðaðar, og við notum þær helst til að átta okkur á hvaða tæki við þurfum að styðja við. Samvinnufyrirtæki okkar safna ákveðnum gögnum í auglýsingaskyni. Nánari lýsing á notkun okkar á kökum og gögnunum þínum má finna í Persónuverndarstefnu okkar, og þú getur alltaf haft samband við okkur ef þú ert með spurningar eða athugasemdir
Sp: Svindlar tölvan? Eru leikjunum hagrætt á einhvern máta?
A: Nei. Í öllum leikjum eru spilin stokkuð og gefin af handahófi, og tölvuleikmennirnir taka ákvarðanir sínar aðeins út frá því sem þeir vita um eigin hönd, og því sem hefur verið spilað áður. Í grunninn nota þeir sömu upplýsingar og manneskja myndi hafa aðgang að.
Sp: Ég sá ærumeiðandi auglýsingu. Getur þú fjarlægt hana?
A: Ef þú sérð auglýsingu sem er ærumeiðandi fyrir þig þá hafðu samband við okkur og við reynum best að loka fyrir hana. Samstarfsfélagar okkar útvega auglýsingarnar gegnum sjálfvirk uppboð, og við erum því gjarnan ekki meðvituð um hvaða auglýsingar láta sjá sig. Við getum hins vegar lokað á tilteknar auglýsingar og auglýsendur, þannig ef þú sendir okkur skjáskot af auglýsingunni skulum við reyna að hafa uppi á henni og loka á hana.
Sp: Ég hef æðislega tillögu að viðskiptasamstarfi!
A: Þakka þér fyrir áhugann. Þér er frjálst að hafa samband við okkur, en athugaðu að við erum frekar aflokað fyrirtæki og erum ekki mjög móttækileg fyrir óumbeðnum tillögum frá öðrum fyrirtækjum. Vinsamlegast sjáðu ítarlegra svar á 'spurt og svarað' áður en þú sendir okkur beiðni.
Sp: Ég hef spurningu sem ekki var svarað hér!?
A: Þetta er tæknilega séð ekki spurning, en þess utan: þessar spurningar eru þær algengustu sem við fáum, en aðrar spurningar sem koma oft á okkar borð má finna á þessari síðu, sem snertir á t.d hvað græna hakamerkið gefur til kynna, hvort við bætum við nýjum leikjum eftir beiðni, hvað tiltekin hugtök merkja, og svo framvegis.
Þetta er útgáfa 1.26.5 af CardGames.io.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að geyma leikjagögn, óskir þínar og í greiningar- og auglýsingaskyni. Lestu meira í okkar Persónuverndarstefnu. Stillingar vafrakaka.
Cardgames.io er í eigu og rekið af Rauðás Games ehf. Öll réttindi áskilin.
Game failed to load
The primary script that runs our games seems to not have loaded, somehow.
This is in despite of the fact other scripts seem to have loaded up just fine.
This issue has been automatically reported and we're looking into it, but we'd be very grateful if you could
send a report to support@cardgames.io with any further detail you can think of, including if you're running
any script-blocking extensions, ad-blockers, or if your browser is set to block specific types of scripts.