Kynning
Addiction er tiltölulega ný viðbót í kaplasafnið, en í okkar huga er það mjög góð viðbót. Auðvelt að læra leikinn og hann er einfaldur í spilun, Addiction getur verið ótrúlega krefjandi. Þú færir hvert spil í rétta stöðu, aðeins til að vera gripinn af svikulum konung sem krefst þess að þú stokkir upp í borðinu til að eiga möguleika á að halda áfram.
Addiction er yndislegur leikur þar sem hann er nokkuð sjálfvirkur og því góður til að drepa tímann örskamma stund, en getur boðið upp á dýrindis áskorun fyrir þá sem vilja hámarka líkurnar á sigri.
Hann er líka einstaklega hentugur sem tölvuleikur, einfaldlega því í raunheimum er ansi snúið að troða 48 spilum hlið við hlið á eldhúsborðinu, sér í lagi með kaffibollann lumandi rétt hjá
Uppsetningin
Borðið samanstendur af fjórum 13-hólfa röðum. Hvert hólf getur geymt eitt spil. Gefðu 52 spil í borð og settu eitt spil í hvert hólf. Fjarlægðu ásana, sem skilur eftir fjögur tóm hólf og 48 spil í leik.
Markmiðið
Til að sigra í Addiction Kapli verða öll spilin 48 að vera raðað í rétt hólf, svo að hver af röðunum fjórum innihaldi öll 12 spil af einni sort með tvistinn lengst til vinstr, þristinn í sömu sort í reitnum til hægri, og svo framvegis og framvegis. hólfið lengst til hægri er svo tómt. Það skiptir ekki máli í hvaða röð hver sort er, heldur einungis að ölld spilin í hverri röð séu sorteruð og allar af sömu sort.
Leyfðir leikir
-
Að færa eitt spil í rétt hólf. Spilin geta einungis verið sett í tómt hólf ef spilið í reitnum til vinstri við tóma hólfið er í sömu sort og er einu gildi lægra en spilið sem fært er. Til dæmis getur tígulsexa verið hægra megin við tígulfimmu, en ekki spaða þrist né tígul áttu. Tvistar geta aðeins verið færðir í tómt hólf lengst til vinstri. Þar af leiðandi getur ekkert spil verið lagt við hlið kóngs né annarra tómra hólfa.
-
Stokka. Stokka. Leyfilegt er að stokka spilin á borðinu þrisvar. Þegar stokkað er eru öll spil sem ekki eru rétt staðsett tekin upp, ásunum er bætt aftur í stokkinn, stokkurinn er stokkaður, og gefið er í borð á ný áður en ásarnir eru fjarlægðir til að myndan ný hólf. Þar sem rétt staðsett spil eru ekki stokkuð tapar þú aldrei árangri við stokkunina, en þú gætir opnað nýjar leiðir til sigurs.
Spil eru talin vera rétt staðfest ef að þau eru annaðhvort:- Tvistur í fyrsta hólfi
- Af sömu sort og spilið í hólfinu vinstra megin, einu gildi lægra, og það sjálft er rétt staðsett.
Borðið samanstendur af fjórum 13-hólfa röðum. Hvert hólf getur geymt eitt spil. Gefðu 52 spil í borð og settu eitt spil í hvert hólf. Fjarlægðu ásana, sem skilur eftir fjögur tóm hólf og 48 spil í leik.
Flóknara er það ekki!
Viltu spila Addiction og reyna á heppnina? Spilaðu umferð á Cardgames.io.