Crescent Solitaire Reglur
Mánakapall er frekar einfaldur kapall, en hefur samt nokkrar eiginleika sem aðgreinir hann frá öðrum köplum, eins og óvenjumargar hrúgur, tvo stokka, og að geta stokkað hvenær sem er. Leikurinn hefur tvær gerðir af hrúgum: ytri hring og miðju
Taflborð
Í Mánakapli eru 16 hrúgur raðað í hálfhring. Hver hrúga inniheldur 6 spil. Öll spilin snúa upp, þannig þú getur kíkt á næstefsta spilið með því að draga efsta spilið frá. Þú getur fært spil milli hrúgna, þú getur sett spil á hrúgu ef það er í sömu sort og einni tölu hærri en spilið undir. Þannig laufa átta getur legið á laufa sjöu, eða tígul tía á tígul níu. Spilin tengjast í hring, þannig ásar geta verið lagðir á kónga.
Þegar þú verður uppiskroppa með löglega leiki getur þú ýtt á 'stokka' hnappinn. Upphaflega mátti bara stokka þrisvar í hverjum leik, en það varð til þess að nær enginn gat unnið! Þannig nú erum við með erfiðleikastig: Auðvelt (9 stokkanir), Miðlungs (6 stokkanir) og erfitt (3 stokkanir. Þú getur valið erfiðleikastigið í stillingunum. Þegar þú smellir á 'Stokka'' mun leikurinn taka neðsta spilið úr hverri hrúgu og setja það efst á hrúguna (þannig það er ekki verið að stokka í alvöru, bara rétt hagræða spilum til).
Grunnur
Það eru tvær raðir af hrúgum í miðju, fjórar hrúgur í hverri röð, svo samtals átta hrúgur. Efri röðin hefur fjórar hrúgur og þar byrja kóngarnir. Í efri röðinni raðar þú spilunum niður á við (frá kóng til drottningar til gosa og alla leið að ás). Neðri röðin inniheldur ásana og þar fer röðin upp: Ás í tvist í þrist og alla leið í kóng. Þegar öll spil hafa verið færð úr ytri hring inn að miðju er leikurinn unninn!
Það eru tvær raðir af hrúgum í miðju, fjórar hrúgur í hverri röð, svo samtals átta hrúgur. Efri röðin hefur fjórar hrúgur og þar byrja kóngarnir. Í efri röðinni raðar þú spilunum niður á við (frá kóng til drottningar til gosa og alla leið að ás). Neðri röðin inniheldur ásana og þar fer röðin upp: Ás í tvist í þrist og alla leið í kóng. Þegar öll spil hafa verið færð úr ytri hring inn að miðju er leikurinn unninn!
Til baka í leikinn
Um Crescent Solitaire
Halló. Ég heiti Einar Egilsson og ég skapaði þessa netútgáfu af Mánakapli. Þetta er 13. kapallinn hér á CardGames.io, og er örugglega einn af þeim bestu!
Eins og ævinlega erum við í þakkarskuld við Nicu Buculei, sem teiknaði þessi æðislegu spil.
Ef þér líkar við leikinn okkar máttu endilega deila honum með vinum og vandamönnum!
Þarftu að hafa samband við okkur?
Allar athugasemdir, kvartanir, villuskýrslur, spurningar eða annað ætti að senda til support@cardgames.io.
Við getum ekki svarað öllum, en við reynum að svara eins mörgum og við getum. Ef þú ert bara með einfalda spurningu vertu þá viss um það sé ekki
Nú þegar í algengar spurningar.
Þú getur einnig oft fengið hjálp frá öðrum notendum í
Facebook samfélagshópi okkar,
þar sem margir af notendum okkar safnast saman. Komdu við og segðu halló!
Þú getur einnig fundið okkur á einhverjum eftirfarandi síðum:
Til baka í leikinn
Þetta er útgáfa 1.26.5 af Crescent Solitaire.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að geyma leikjagögn, óskir þínar og í greiningar- og auglýsingaskyni. Lestu meira í okkar Persónuverndarstefnu. Stillingar vafrakaka.
Cardgames.io er í eigu og rekið af Rauðás Games ehf. Öll réttindi áskilin.
Game failed to load
The primary script that runs our games seems to not have loaded, somehow.
This is in despite of the fact other scripts seem to have loaded up just fine.
This issue has been automatically reported and we're looking into it, but we'd be very grateful if you could
send a report to support@cardgames.io with any further detail you can think of, including if you're running
any script-blocking extensions, ad-blockers, or if your browser is set to block specific types of scripts.