FreeCell Reglur
Mismunandi stokkar
Það eru þrjár mismunandi gerðir af stokkum í FreeCell. Þeir eru:
- Fríhólf: Fjórir stokkar efst til vinstri.
- Grunnurinn: Fjórir stokkar efst til hægri.
- Spilaborðið: Átta stokkar sem mynda aðalborðið.
Uppsetningin
Stokkarnir í borði eru númeraðir frá 1 til 8, Stokkar 1-4 byrja með 7 spil hver, stokkar 5-8 með 6 spil hver. Grunnurinn og Fríhólfin eru tóm.
Markmiðið
Til að sigra í FreeCell þarftu að fá öll spilin upp í grunn. Grunnurinn er raðaður eftir sort og gildi, hver grunnur heldur einni sort og þú verður að setja spilin í réttri röð: Ás 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Gosi Drottning Kóngur. Til að gera það mátt þú gera eftirfarandi:
Leyfðir leikir
- Færa eitt eða fleiri spil frá einum stokks til annars. Þú getur fært efsta spilið af stokki á spilaborðinu yfir á annan stokk ef efsta spilið á þeim stokki er einu hærra en spilið sem fært er og í öðrum lit. Til dæmis gætirðu fært ruaða sexu yfir á svarta sjöu. Ef efstu spilin á stokknum eru röðuð, t.d. þú hefur rauða 6, svarta 5, rauðan 4 sem efstu spilin, þá geturðu smellt á rauðu sexuna og fært þau öll saman yfir á annan stokk sem hefur svarta sjöu sem efsta spil. HINSVEGAR, það er takmarkanir á hversu mörg röðuð spil þú mátt færa. Fjöldi spila sem þú getur fært saman er í raun fjöldi tómra fríhólfa og tómra spilaborða + 1. Þannig að ef þú hefur 2 tóma fríhólf geturðu fært 3 spil saman. Ef þú hefur öll fríhólfin eru tóm geturðu fært 5 spil. Ef þú hefur 3 tóm hólf og 4 tóma stokka í borði geturðu fært 8 spil saman. Í strangasta skilningi máttu í raun bara hreyfa eitt spil í einu, og það að færa mörg spil samtímis eru þægindi sem leikurinn býður upp á, þar sem það er auðséð að ef þú ert með þrjú fríhólf myndir þú færa þrjú efstu spilin þangað, fjórða spilið þangað sem það á heima, og svo öll spilin úr hólfunum til baka.
-
Færa eitt spil á fríhólf. Þú getur alltaf fært efsta spilið af hvaða stokki sem er yfir á fríhólf ef það er tómt. Fríhólfin geta aðeins haldið einu spili í einu.
-
Færa spil frá fríhólfi. Þú getur fært spil frá fríhólfi yfir á grunn ef það er í sömu sort og einu hærra en efsta spilið í grunninum. Eða þú getur fært spil frá fríhólfi yfir á röð í borði ef spilið er einu lægra og í gagnstæðum lit en efsta spilið í röðinni. T.d. þú gætir fært rauða fimmu á svarta sexu
-
Þú getur fært spil upp í grunn. Þú getur annaðhvort dregið það handvirkt eða tvísmellt á spilið til að senda það áfram. Þegar öllum spilum hefur verið raðað og öll fríhólf eru tóm mun leikurinn hreinsa borðið og klára leikinn sjálft (nema þú slökktir á þeirri virkni).
-
Þú getur bakkað eins oft og þú vilt. Stundum gerir maður mistök og vill taka aftur leik sem maður gerði. Þessi síða leyfir þér að bakka eins langt og þú vilt, þó hvert bakk telst sem sinn eigin leikur hvað met varðar.
Tími og Hreyfingar
Leikurinn telur leikina sem þú spilar, og mælir tímann sem það tekur að klára leikinn, svo þú getur keppst við þín bestu leiki ef þú vilt.
Til baka í leikinn
Um FreeCell
Hæ. Ég heiti Einar Egilsson og ég bjó til þessa netútgáfu af FreeCell. FreeCell er kapall tvö á síðunni, fyrr hafði ég búið til Klondike (eða "Klassískan" kapal) og ég hef einnig búið til nokkur spil eins og Hjörtu, Spaða og Vist.
Við erum þakklát Nicu Buculei fyrir að teikna spilin,
Ef þér líkar við þennan leik, skoðaðu þá aðra leiki og vinsamlegast deildu þeim á Facebook/Twitter/Instagram
Þarftu að hafa samband við okkur?
Allar athugasemdir, kvartanir, villuskýrslur, spurningar eða annað ætti að senda til support@cardgames.io.
Við getum ekki svarað öllum, en við reynum að svara eins mörgum og við getum. Ef þú ert bara með einfalda spurningu vertu þá viss um það sé ekki
Nú þegar í algengar spurningar.
Þú getur einnig oft fengið hjálp frá öðrum notendum í
Facebook samfélagshópi okkar,
þar sem margir af notendum okkar safnast saman. Komdu við og segðu halló!
Þú getur einnig fundið okkur á einhverjum eftirfarandi síðum:
Til baka í leikinn
Þetta er útgáfa 1.26.0 af FreeCell.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að geyma leikjagögn, óskir þínar og í greiningar- og auglýsingaskyni. Lestu meira í okkar Persónuverndarstefnu. Stillingar vafrakaka.
Cardgames.io er í eigu og rekið af Rauðás Games ehf. Öll réttindi áskilin.
Game failed to load
The primary script that runs our games seems to not have loaded, somehow.
This is in despite of the fact other scripts seem to have loaded up just fine.
This issue has been automatically reported and we're looking into it, but we'd be very grateful if you could
send a report to support@cardgames.io with any further detail you can think of, including if you're running
any script-blocking extensions, ad-blockers, or if your browser is set to block specific types of scripts.