Introduction
Gin Rommý er meðlimur Rommý fjölskyldunar. Eins og með flesta leiki okkar eru til mörg afbrigði af Gin, en þessar reglur voru þær sem virtust vera algengastar.
Grunnhugtök
- Sett: Þrjú eða fjögur jafnhá spil, t.d H8 S8 D8 eða H12 S12 D12 C12
- Röð: Þrjú eða fleiri spil í röð í sömu sort, til dæmis H1 H2 H3 eða C6 C7 C8 C9 C10. Ásar eru alltaf lágir, aldrei háir, og röðin getur ekki snúist í hring, svo Q,K,A,2 myndi ekki vera lögleg röð.
- Melding: Sameiginlegt orð fyrir Sett og Raðir. Þú gætir til dæmis haft þrjár meldingar, þar sem tvær eru sett en þriðja röð. Hvert spil getur aðeins verið hluti af einu setti eða röð, til dæmis ef þú átt 8 geturðu ekki talið það bæði sem hluta af 8,8,8 og 7,8,9.
- Stokkur: Spilin sem liggja á grúfu í miðju borðs. Leikmenn draga eitt spil úr stokknum í hverri umferð.
- Kastbunki: Spilin sem liggja upp við hlið stokksins. Leikmenn henda einu spili á bunkann í hverri umferð.
- Dauðaviður: Öll spil sem þú átt sem ekki tilheyra neinni meldingu.
- Loka: Að enda umferðina með því að setja spil öfugt á kastbunkann.
- Gin: Þegar öll 10 spilin í hendi tilheyra meldingu og þú hefur engan dauðavið.
- Stórgin: Þegar öll 11 spilin í hendi tilheyra meldingu, og þú kastar engu spili til að loka
- Leggja við: Að bæta eigin dauðavið við meldingar andstæðings.
Markmið
Markmið Gin Rummy er að safna spilum í meldingar og hafa sem fæstan dauðavið og hægt er á enda leiksins. Leikurinn er metinn eftir hversu mikinn dauðavið þú hefur í lok hverrar umferðar. Leikurinn getur spannað yfir nokkrar umferðar, honum lýkur þegar einum leikmanni tekst að fá 100 stig. Á þeim tímapunkti er reiknuð heildartala fyrir hvern leikmann, með bónusum, og leikmaðurinn með hæstu stigin vinnur allan leikinn.
Leikreglur
Hver leikmaður fær 10 spil. Spilin sem verða afgangs eru sett á borðið milli leikmanna á grúfu, og einu spili snúið við hliðina á stokknum til að byrja kastbunka með.
Í hverri umferð verður leikmaður að byrja á að draga eitt spil. Hann getur annaðhvort dregið efsta spilið úr stokknum eða efsta spilið úr bunkanum. Venjulega dregur þú aðeins efsta spilið úr kastbunkanum ef þú veist að spilið mun hjálpa þér að búa til meldingu með öðrum spilum á hendi.
Athugið: Í fyrstu umferð verður sá er byrjar að velja hvort hann vilji draga spilið úr kastbunkanum eða segja pass. Ef spilið er dregið skal haldið áfram á venjulegan hátt. Ef leikmaður segir pass fær hinn leikmaðurinn að taka sömu ákvörðun. Ef þeir segja pass sömuleiðis tekur sá er byrjaði umferð sína eins og venjulegt er
Eftir að leikmaðurinn hefur dregið spil kastar hann spili í kastbunkann. Ef leikmaðurinn hefur dregið efsta spilið úr kastbunkanum í upphafi umferðarinnar má hann ekki henda því spili fyrr en næstu umferð (enda hefði hann vonandi ekki dregið spil sem hann þurfti ekki). Hann má hins vegar henda spili sem hann hefur nýlega dregið úr stokknum, eða hvaða annað spil sem hann hefur í hendi.
Leikurinn heldur áfram á þennan hátt, með leikmönnum sem draga og henda spilum, á meðan þeir reyna að byggja sett og raðir. Umferðin endar þegar einn leikmaður lokar, með því að henda spili og setja það á grúfu á kastbunkann. Leikmaðurinn sem lokar (lokari) sýnir sín meld og sinn dauðavið með því að setja það sýnlega á borðið. Mótherji sýnir sínar meldingar og dauðavið. Móttakandinn má leggja við hvaða af dauðum spilum sínum á meldingar lokara ef hann getur. Til dæmis ef lokarinn hafði meldinguna, H1 H2 H3 og mótherjinn hefur H4 sem hluta af dauðum spilum sínum getur hann bætt því við meldið, og þá telst það ekki lengur sem dauðaviður. Lokarinn getur ekki gert það sama, Hans dauðu spil haldast dáin áfram. Auk þess, ef lokarinn hefur Gin eða Stórgin (engan dauðavið) þá má mótherjinn ekki leggja nein spil við.
Það eru reglur fyrir þegar þú getur lokað. Þær eru mismunandi milli mismunandi útgáfa, en þetta er hvernig það er gert á þessari síðu: Þú mátt aðeins loka ef þú endar með 10 eða færri stig af dauðavið (mannspil telja sem 10, ásar sem 1 og önnur spil sem gildi þeirra). Spilið sem þú lokar með er ekki innifalið. Þannig, ef þú hefur nýlega dregið og þú hefur 3,5,9 sem dauðavið þá mátt þú loka með níunni, og þá myndir þú enda með 3+5=8 stig sem dauðavið.
Að loka án dauðaviðar, þ.e. -ll spilin þín tíu eru í meldum, er kallað að fara Gin. Að fara StórGin er þegar þú hefur 11 spil í meldingum, í þessu tilfelli getur þú sagt að þú hafir Stórgin og umferð endar án þess að þú kastar spili í bunka.
Leikurinn endar líka ef hvorugur leikmaður hefur lokað og það eru aðeins tvö spil eftir í stokki. Í þessu tilfelli er umferðin talin jafntefli, og enginn leikmaður fær stig.
Stigagjöf
Stigagjöf
- Lokunar stig: Eftir að öll spil eru lögð niður, fær lokarinn stigamuninn milli hans dauðavið og dauðavið andstæðings. Til dæmis, lokarinn hefur 3 stig af dauðavið, og andstæðingurinn hefur 21 stig af dauðavið, þá fær lokarinn 21-3=18 stig.
- Gin bónus: Ef leikmaður fær Gin fær hann 25 aukastig, bætt við knock stigin sem hann hefur nú þegar fengið.
- Stórgin bónus: Ef leikmaður fær stórgin fær hann 31 aukastig, bætt við lokunar stigin sem hann hefur nú þegar fengið.
- Undirskot: Ef leikmaður lokar en mótherjinn hefur færri stig í dauðavið þá fær andstæðingurinn 25 stig plús muninn milli dauðaviðs, og lokarinn fær 0 stig. Hins vegar, ef lokarinn fær Gin er aldrei hægt að skjóta undir, jafnvel ef mótherjinn hefur engin dauð stig.
- Sigurbónus: Eftir að leikmaður hefur náð 100 stigum fær hann sérstakan sigurbónus, 100 stig, bætt við heildarstigin hans.
- Línubónus / Boxbónus: Þessum bónus er bætt við í lok leiks, og bætir 25 stig við fyrir hverja umferð sem tiltekinn leikmaður vann
- Útilokunar bónus: Ef sigurvegari vann allar umferðar eru stig hans tvöfölduð áður en línubónusinn er reiknaður. Ég var ekki viss hvernig reglan ætti að vera þegar sumar umferðar enda í jafntefli, en ég ákvað að til að fá útilokunarbónus þurfa allar hendur að vera unnar, engin jafntefli leyfð!
And that's it!
Want to play Gin Rummy and put your newfound skills to the test? Spilaðu umferð á Cardgames.io.