🌎
Hearts Kapall Spades FreeCell Cribbage Jatsí Gin Rummy Bridge Heim Fleiri leikir...

Kynning

Hjörtu er sígilt spil sem á rætur sínar að rekja allt aftur til 1880 í Ameríku, en líklega á uppruna sinn í svipuðum leikjum sem fundust í Evrópu. Hjörtu er leikur þar sem markmiðið er að vera sá leikmaður sem endar með fæst stig, forðast að taka slagi sem innihalda refsispil og reyna að koma þeim á aðra leikmenn. Þó að það sé oft kallað "Hjörtu", þá er útgáfan sem oftast er spiluð í dag kölluð "Black Lady ", aðallega aðgreind frá upprunalega leiknum frá 1880 með því að spaðadrottning er einnig refsispil. Þessi síða lýsir reglum fyrir venjulegan fjögurra manna leik í Hjörtum undir Black Lady útgáfunni, og með gömlu tungls reglunni. Eins og með öll sígild spil eru til margar aðrar útgáfur, sem við munum mjög stuttlega snerta á síðar

Markmið

Markmið Hearts er að vera leikmaðurinn með fæst stig í lok leiksins, með því að forðast að taka slagi sem innihalda einhver af 13 hjörtunum eða drottning spaða. Leikurinn er spilaður með venjulegum 52 spila spilastokk.

Uppsetning

Í upphafi hverrar umferðar eru spilin gefin jafnt til allra leikmanna. Í upphafi hverrar umferðar fá leikmenn tækifæri til að losa sig við þrjú spil sem þeim líkar ekki með því að senda þau til andstæðinga sinna. Í fyrstu umferð gefurðu þrjú spil til andstæðingsins til vinstri. Í annarri umferð gefur þú þau til andstæðingsins til hægri. Í þriðju umferð gefur þú þau til andstæðingsins á móti þér, og í fjórðu umferð sendirðu ekki spilin þín yfirleitt. Þessi hringrás endurtekur sig fyrir allar umferðir eftir fjórðu umferðina. Að gefa spil er ekki valfrjálst, þú verður að senda nákvæmlega þrjú spil þegar þú ert beðinn um það.

Slagur

Leikmaðurinn sem hefur laufatvistinn á hendi leiðir fyrsta slag. Hver sá sem leiðir spilar einu spili, og ákvarðar sort þess spils hvaða sort er í borði. Aðrir leikmenn í sólarátt leggja eitt af sínum spilum í borð. Eigi viðkomandi leikmaður spil af sömu sort og spilið sem leitt er verður hann að spila því, en annars má spila hvaða spili sem er. Sá er átti hæsta spilið í sortinni í borði tekur slaginn. Öllum stigum í slaginu (Hjörtu eða spaða drottningin) er bætt við refsistigin hans. Þannig að þú vilt forðast að taka slagi sem innihalda hjörtu eða spaðadrottningu

Þú getur ekki leitt með hjörtum fyrr en hjörtu hefur verið brotin (spiluð á annan slag). Þannig ef þú átt að gera og átt hjörtu máttu ekki leiða með hjörtunum ef engu hjarta hefur verið spilað fram að því, nema þá auðvitað ef þú átt einungis hjörtu. Í sumum útgáfum á leiknum geturðu ekki spilað spaðadrottningunni heldur fyrr en hjörtur hefur verið brotin, en í þessari útgáfu geturðu alltaf spilað henni.

Í fyrstu umferðinni máttu aldrei spila hjarta eða spaða drottningu, ekki einu sinni ef þú ert rén í sortinni sem leiðir.

Stigagjöf

Þegar allir slagir eru teknir eru stigin talin saman og sá er fæst stig hefur vinnur umferðina. Þegar einhver leikmaður er með 100 stig samtals er leik lokið og sá er fæst stig hefur vinnur. Ef tveir leikmenn eru með jafnfá stig heldur leikurinn áfram þar til það er einungis einn sigurverari.

Skjóta tunglið!

Að skjóta tunglið! Almennt er slæmt að fá refsistig, en það er smá undantekning þar á! Fáir þú öll refsispilin (13 hjörtu + spaðadrottningin) þá færðu 0 stig og hinir 3 leikmenn fá 26 stig hver! Þetta heitir að 'skjóta tunglið'. Þetta er áhættusamur en arðbær leikur, því ef einungis eitt hjarta sleppur til andstæðingana gætir þú endað með óhemju magn af stigum...

Á þessari síðu fylgjum við "Gamla tungls" reglunum, þar sem sá sem skýtur tunglið fær 0 stig en andstæðingar hans fá 26. Þetta er í mótsögn við "Nýtt tungl" reglurnar þar sem sá sem skýtur tunglið má draga 26 stig frá stigatölu sinni á meðan allir aðrir fá 0 stig, og "Blandað tungl" reglu þar sem leikmenn spila eftir Gamla tunglinu nema það myndi valda því að leikmaðurinn sem skaut tunglið tapar með því að ýta einhverjum öðrum yfir 100 stiga línuna, í því tilviki má hann valfrjálst velja nýja tunglið í staðinn. Allar þessar útgáfur eru jafngildar og oft spilaðar, og leiða til mismunandi aðferða og íhugana.

Algeng afbrigði

Hér á Cardgames.io viljum við hafa hlutina einfalda, og því innleiðum við venjulega aðeins eina útgáfu af hverjum leik - venjulega þá algengustu, einföldustu, eða þá sem við ólumst upp með og erum því hlutdrægir gagnvart. Hins vegar eru flestir leikir okkar sígildir leikir sem hafa verið til í áratugi eða í sumum tilfellum aldir og því er mjög algengt að margar útgáfur séu til fyrir hvern þeirra. Þó að þú getir ekki spilað þessar útgáfur hér á Cardgames.io, ætlum við að stuttlega telja upp nokkrar algengar útgáfur sem þú gætir prófað með vinum og fjölskyldu.

  • Upprunalegar reglur: Upprunalegu 1880 reglurnar eru í stórum dráttum þær sömu og í Black Lady útgáfunni, en það er engin skipting á spilum, spaðadrottning er ekki refsispil, að skjóta tunglið er alltaf slæmt, og þó að það sé algengt að spila þar til einhver fer yfir ákveðinn stigamörk er það einnig algengt að einfaldlega spila fyrir fyrirfram ákveðinn fjölda umferða.
  • Black Maria: Algeng útgáfa í Bretlandi, þessi útgáfa getur verið spiluð fjögurra manna en oft er hún spiluð af þremur leikmönnum með því að fjarlægja laufatvist úr stokknum og dreifa 17 spilum til hvers leikmanns. Þó að í stórum dráttum sé hún spiluð eins og Black Lady, munu margar útgáfur einnig telja lauifakóng sem refsispil sem er 10 stiga virði, spaðaás sem refsispil sem er 3 stiga virði, og eru þá samtals 43 stig í húfi hverju sinni.
  • Punkta Hjörtu: Í stað þess að hvert hjartaspil sé eitt stig, er hvert spil virði gildi þess. Spaðadrottningin er 25 stig.
  • Liða Hjörtu: Það eru margar útgáfur af Hjörtum sem skipta leikmönnum í lið, en kjarni hugmyndarinnar er svipaður í flestum þeirra. Félagar sitja á móti hvor öðrum, og leikurinn fer fram eins og venjulega. Dæmigerður leikur myndi láta hvern leikmann telja upp stig sín sér, og þegar einhver nær mörkunum sameina lið endanleg stig sín, og liðið með fæst sameiginleg stig vinnur. Til að forðast að leikmenn felli hvorn annan er oft spilað þannig að sá er skýtur tunglið veitir einungis 26 stig til mótherja sinna, en ekki liðsfélaga, eða ellegar er spilað undir nýju tungli.
  • Öfug Hjörtu: Fyrir meira venjulegan Vist-líkan leik, snúa öfug hjörtu markmiðinu við. Nú er það sá sem hefur hæstu stigin þegar einhver fer yfir endalínuna sem vinnur. Til að gera það meira spennandi geta leikmenn samþykkt að skjóta tunglið sé einnig snúið við, sem veldur því að leikmaðurinn sem nær afrekinu missir 26 stig (og fer lengra frá sigri) eða gefur öllum öðrum leikmönnum 26 stig og sjálfum sér 0.

Fyrir fleiri útgáfur af Hjörtu sem þú gætir viljað skoða, vinsamlegast heimsóttu "Fleiri afbrigði" Pagat.com sem listar nokkrar útgáfur sem lesendur þeirra hafa sent inn.

Og flóknara er það ekki!

Viltu spila Hjörtu og prófa nýfengna hæfileika þína? Spilaðu umferð á Cardgames.io.

Þetta er útgáfa 1.26.1 af Hearts.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að geyma leikjagögn, óskir þínar og í greiningar- og auglýsingaskyni. Lestu meira í okkar Persónuverndarstefnu. Stillingar vafrakaka.

Cardgames.io er í eigu og rekið af Rauðás Games ehf. Öll réttindi áskilin.

Game failed to load

The primary script that runs our games seems to not have loaded, somehow.

This is in despite of the fact other scripts seem to have loaded up just fine.

This issue has been automatically reported and we're looking into it, but we'd be very grateful if you could send a report to support@cardgames.io with any further detail you can think of, including if you're running any script-blocking extensions, ad-blockers, or if your browser is set to block specific types of scripts.