Kynning
Ólsen Ólsen er vinsæll leikur þar sem markmiðið er að losna við öll spilin sín, vinsæll meðal barna um allan heim þar sem auðvelt er að læra hann: oft er hann fyrsta spil sem yngri börn læra. Reglurnar sem eru á þessari síðu eru íslensku reglurnar, en fyrir utan nokkrar smávægilegar breytingar eru reglurnar eins og í erlendum útgáfum.
Uppsetning
Notaðu venjulegan 52 spila stokk, gefðu 8 spil til hvers leikmanns. Ef það eru fimm eða fleiri leikmenn geturðu gefið færri spil.
Notaðu venjulegan 52 spila stokk, gefðu 8 spil til hvers leikmanns. Ef það eru fimm eða fleiri leikmenn geturðu gefið færri spil.
Leikreglur
Þegar þú átt að gera getur þú gert eitt af eftirfarandi aðgerðum:
- Þú getur spilað hvaða spil sem er í sömu sort og það sem er efst á haugnum. Dæmi: Það er lauf efst á haugnum, þú getur spilað hvaða laufi sem er.
- Þú getur spilað hvaða spil sem er með sama gildi og það sem er efst á haugnum. Dæmi: Það er sexa í laufi efst á haugnum, þú getur spilað annari sexu.
- Þú getur spilað tveim eða fleiri spilum samtímis séu þau með sama gildi, en það fyrsta af þeim verður að vera í sömu sort eða gildi og það sem er í borði. Dæmi: Það er lauf á kastpunkanum. Þú getur spilað laufa fimmu, hjarta fimmu og tígul fimmu samtímis.
- Ef þú hefur ekkert spil sem þú getur spilað geturðu dregið allt að 3 spil úr stokkinum. Þú getur ekki dregið ef þú hefur einhver spil sem þú getur spilað í hendi. Ef þú hefur dregið 3 spil og getur enn ekki spilað verður þú að segja pass og næsti leikmaður gerir.
- Þú getur alltaf spilað áttu, og þá geturðu breytt sortinni í hvað sem þú vilt.
- Ef fyrsta spilið á borðinu er átta þegar þú byrjar, þá máttu leggja niður hvaða spil sem er úr hendi.
Þegar þú átt að gera getur þú gert eitt af eftirfarandi aðgerðum:
Og flóknara er það ekki!
Viltu spila Ólsen Ólsen? Spilaðu umferð á Cardgames.io.