Euchre Reglur
Þetta eru reglurnar sem notaðar eru fyrir þessa útgáfu af Euchre. Ég skil að margar útgáfur af leiknum eru til, svo þetta gæti ekki verið nákvæmlega sömu reglur og þú spilar eftir. Það er ekkert uppboð í þessari útgáfu, svo þetta er Knock Euchre, ekki Bid Euchre.
Yfirlit
Euchre er vistleikur með trompi, spilaður af fjórum einstaklingum í tveggja manna liðum. Grunnleikurinn er svipaður og í Félagsvist, þ.e. hver leikmaður spilar einu spili í einu, hæsta spilakortið í sortinni sem leiðir er vinnur slaginn, nema einhver hafi spilað trompi. Mikilvægur munur frá félagsvist er að eitt af liðunum nefnir tromp og verður þá að vinna meirihluta slaganna sem í boði er. Leikurinn er spilaður yfir nokkrar umferðir þar til eitt lið hefur fengið 10 stig.
Að gefa
Euchre notar óhefðbundinn 24 spila stokk, sem samanstendur af öllum spilum níu eða hærri. Fyrstur til að gefa er valið að handahófi, en sá er gefur færist svo réttsælis um borðið. Fimm spil eru gefin til hvers leikmanns. Þegar búið er að gefa er efsta spilinu í stokknum snúið upp, og næsti fasi hefst...
Að nefna tromp
Sá er vinstra meginn við þann er gefur velur fyrst hvort hann vilji að tromp umferðar sé það sem spilið í miðju gefur til kynna, eða hvort hann segi pass. Segi hann pass tekur sá sem er á hans vinstri hönd við. Vilji einhver 'panta trompið' sem er í borði endar fasinn strax. Sort þess spils sem er í miðju verður tromp, sá er gaf tekur spilið úr miðjunni og kastar öðru spili á grúfu úr sinni hendi.
Ef enginn vill panta sortina í borði hefst hringurinn á ný. Nú mega menn einfaldlega nefna hvaða sort verður að trompi, ellegar segja pass. Ef fyrstu þrír leikmennirnir segja pass þá verður sá sem gefur að nefna tromp, hvort sem hann vill það eða ekki. 🙂.
Þegar tromp hefur verið ákveðið byrjar umferðin. Sá er pantaði sortina í borði eða nefndi tromp - ásamt liðsféla hans - nefnist gerandi. Hitt liðið verða verjendur. Markmið gerenda verður að ná meirihluta slaga, en verjendur sporna við því.
Að spila einn
Sá gerandi sem vinnur sögnina má spila einn. Ef leikmaður velur þetta þá leggur samstarfsfélagi hans niður hendi sína og tekur ekki frekar þátt þá umferð. Að spila einn er erfiðara en að spila með félaga, en er fleiri stiga virði takist það.
Gildi Tromps
Uppröðun trompsins er ögn undarleg í Euchre. Tromp vinnur ávallt aðrar sortir, en innan trompsins er gosinn í trompi (Hægri gosi) hæsta spilið. Síðan, óvenjulega, er samliti gosinn (Vinstri gosinn) næst hæsta spil trompsins! Hin spilin í trompi eru svo í réttri röð þareftir. Þar með væri rétt röðun Hjartatromps sem fylgir:
- Hjartagosi (Hægri gosi)
- Tígulgosi (Vinstri gosi)
- Ás
- Kóngur
- Drottning
- 10
- 9
Spilið
Spilið gengur eins fyrir sig og flest önnur spil af þessari gerð. Sá er leiðir leggur út hvaða spil sem er, og spilað er svo til vinstri. Hver leikmaður leggur eitt spil út í sömu sort og það sem leiðir, nema ef þeir eiga ekkert spil í þeirri sort. Mega þeir þá spila hvaða spili sem er. Hæsta spilið í þeirri sort sem leitt var í tekur slaginn, nema ef einhver trompaði. Í því tilfelli tekur hæsta tromp slaginn. Leikmaðurinn sem tók slaginn leiðir næsta slag.
Stigagjöf
Mundu að liðið sem valdi trúmpið eru 'Gerendur' og hitt liðið eru 'verjendur'. Lið sem vinnur 3 eða fleiri slagi vinnur höndina og fær stig, en hitt liðið fær engin stig. Lið geta einnig fengið fleiri stig ef gerandinn spilaði einn. Stigataflan er eftirfarandi:
Niðurstaða |
Gerendur |
Verjendur |
Gerendur taka 3 eða 4 slagi. |
1 |
0 |
Gerendur taka 5 slagi. |
2 |
0 |
Gerendi spilar einn og tekur 3 eða 4 slagi. |
1 |
0 |
Gerandi spilar einn og tekur 5 slagi. |
4 |
0 |
Verjendur taka þrjá slagi eða fleiri. |
0 |
2 |
UPPFÆRSLA 2016-10-05: Fyrri útgáfur leiksins leyfðu hvaða leikmanni sem er að spila einn. Eftir endalausa tölvupósta og endalausan rugling um stigagjöfina hef ég ákveðið að breyta því í það sem flestir vilja, sem er að leikmaðurinn sem kallar tromp er sá eini sem getur spilað einn.
Að vinna
Lið vinnur þegar það hefur fengið 10 stig. Í sumum útgáfum þarf að vinna með tveggja stiga mun.
Til baka í leikinn
Um Euchre
Þessi netútgáfa af sígilda spilinu Euchre var gerð af mér. Ég heiti Einar Egilsson.
Euchre er 13. leikurinn sem ég hef gert. Ég hafði aldrei spilað Euchre áður en ég bjó leikinn til, en hafði fengið nokkrar beiðnir að gera hann eftir ég gerði Vist og Spaða, svo ég ákvað að læra hann búa hann til. Ég vona að þú njótir þess :)
Leikurinn er búinn til með html+JavaScript+css með jQuery notað fyrir hreyfingarnar. Allar myndirnar sem notaðar eru í leiknum fann ég á OpenClipArt, frábær síða með ókeypis myndum. Spilin voru gerð af Nicu Buculei, og leikmannamyndirnar voru gerðar af Gerald G.
Þarftu að hafa samband við okkur?
Allar athugasemdir, kvartanir, villuskýrslur, spurningar eða annað ætti að senda til support@cardgames.io.
Við getum ekki svarað öllum, en við reynum að svara eins mörgum og við getum. Ef þú ert bara með einfalda spurningu vertu þá viss um það sé ekki
Nú þegar í algengar spurningar.
Þú getur einnig oft fengið hjálp frá öðrum notendum í
Facebook samfélagshópi okkar,
þar sem margir af notendum okkar safnast saman. Komdu við og segðu halló!
Þú getur einnig fundið okkur á einhverjum eftirfarandi síðum:
Til baka í leikinn
Þetta er útgáfa 1.26.0 af Euchre.
Þessi vefsíða notar vafrakökur til að geyma leikjagögn, óskir þínar og í greiningar- og auglýsingaskyni. Lestu meira í okkar Persónuverndarstefnu. Stillingar vafrakaka.
Cardgames.io er í eigu og rekið af Rauðás Games ehf. Öll réttindi áskilin.
Game failed to load
The primary script that runs our games seems to not have loaded, somehow.
This is in despite of the fact other scripts seem to have loaded up just fine.
This issue has been automatically reported and we're looking into it, but we'd be very grateful if you could
send a report to support@cardgames.io with any further detail you can think of, including if you're running
any script-blocking extensions, ad-blockers, or if your browser is set to block specific types of scripts.